Grautfúll skólastjórinn.....

..... hefði nú getað spurt hvaða ungling sem er eða foreldra hans hvort eitthvað sé að marka þessar áskorendasíður á Facebook.

Það er nú ekki eins og við búum við alvarlega hryðjuverka ógn af hendi samborgara okkar, það eru bara ráðamenn sem sjá um slíkt.

Það væri nú líka frekar líklegt að eitthvert annað skotmark en Melaskólinn yrði fyrir valinu ef einhver ætlaði sér eitthvað illt og myndi varla auglýsa það fyrirfram.

Þetta er bara vitleysa og illa farið með tíma lögreglu og þeirra fjármagn.

Skamm skólastjóri þú situr eftir og skrifar 1000 sinnum á töfluna
"ég er skrýtin skrúfa"


mbl.is Grátt gaman ungmennis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

"Þetta er bara vitleysa og illa farið með tíma lögreglu og þeirra fjármagn."

Þetta eru nokkurn veginn sömu viðbrögðin í Finnlandi áður en unglingur skaut  8 skólafélaga og kennara til bana í nóvember 2007.

 Þú ert greinilega skíthæll, Pétur Ottesen, og ættir að leita þér hjálpar!

Halldór Halldórsson, 23.5.2010 kl. 22:10

2 Smámynd: Pétur Ottesen

SUSSUSSSUSSSSUSS, mamma þín hefði átt að þvo trantinn á þér oftar með sápu, en líklega orðið of seint núna.

Ég hef sterklega á tilfinningunni að þú búir einn einhversstaðar í Hafnarfirði.

Megi Guð vera með þér, kæri minn.

Síðan væri ekki úr vegi að þú gættir þess að hafa snefil af þekkingu um svona Facebook áskoranir áður en þú gerðir lítið úr forfeðrum þínum með skoðunum þínum sem engan veginn eiga við um þetta mál.

Pétur Ottesen, 23.5.2010 kl. 22:21

3 identicon

Kæri HH, ég vil biðja þig um að vera ekki að kalla fólk nöfnum. Það er eitthvað sem strákar í 7.bekk gera.

Verð að vera sammála Pétri í þessu - ef þið skoðuðuð kommentin sem voru á þessari umtöluðu síðu var auðséð að um grín var að ræða. En auðvitað var rétt að lögreglan athugaði málið. Þó mér þyki ekki hafa verið mikilvægt að gera svona rosalegt mál úr þessu öllu saman.
En það sem ég vildi fyrst og fremst segja var að við skulum sýna smá þroska hér á blogginu.

Ragnheiður Traustadóttir (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 22:29

4 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Það er nú ekki þess virði að svara þessu hjá þér en ég segi nú bara samt, ekki vildi ég að þú værir skólastjóri í skóla barnanna minna. Vertu ekkert að hafa fyrir að svara þessu !

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 23.5.2010 kl. 22:31

5 Smámynd: Pétur Ottesen

Það er nú ekki þess virði að svara þessu hjá þér en ég segi nú bara samt, ekki vildi ég að þú værir skólastjóri í skóla barnanna minna. Vertu ekkert að hafa fyrir að svara þessu !

Pétur Ottesen, 23.5.2010 kl. 22:35

6 identicon

Ekki skil ég hvað sóðakjafturinn hann Halldór Halldórsson er að hrauna hér yfir Pétur Ottesen, sem virðist hafa ágæta skoðun á þessu máli. Ég get bara ekki séð einn einasta hlut sem réttlætir það að kalla hann skíthæl.

Og svo er það Ragnhildur sem telur að skoðanir annarra en hennar sjálfrar séu lítt marktækar. Að skólastjórinn hlaupi upp til handa og fóta, skrifandi bréf út um allt í þessu ómerkilega máli finnst mér ansi hreint sérstakt. Og æsifréttamennska Moggans náði að vekja athygli á þessari grúppu, sem taldi tæpa 700 rétt eftir birtingu fréttarinnar, en taldi síðast þegar ég vissi 1200. Allt gert í heimi blaðamennsku.

En Ragnhildur. Slappaðu af í þinni gegndarlausu frekju og leyfðu öðrum að hafa skoðanir. Þó svo þú gerir þetta heima hjá þér að banna mótsvör þá virkar veraldarvefurinn ekki þannig.

Hlynur Gíslason (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 22:47

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæll og blessaður.

Það væri ekki mikið gert úr svona máli ef við byggjum á sjötta áratugnum, en það er bara ekki svo, við erum komin í allt annað umhverfi þar sem hryðjuverkahótanir eru daglegt brauð víða um heim, og af hverju ekki hér á okkar ástkæra landi? Eigum við bara að láta sem ekkert sé og hundsa svona hluti hvort sem þeir eru sagðir á Fésbókinni eða annars staðar? Nei, það er ekki hægt, við verðum að loka á alla svonar hótanir, við vitum ekki hvenær þær verða veruleiki hjá okkur!

Guðmundur Júlíusson, 23.5.2010 kl. 23:31

8 Smámynd: Halldór Halldórsson

"að hafa snefil af þekkingu um svona Facebook áskoranir"

Ég vona bara að svona heitfengingar hitti þig sjálfan fyrir áður en þær hitta fyrir saklausan almúgann.  Út um alla Evrópu er verið að leita að "unglingum" sem setja svona "fyndni" á netið.  Og það er fullt af skíthælum sem segja að þetta séu bara bernskubrek, alveg þangað til skotin ríða af og þá er auðvitað skíthælana hvergi að finna lengur!

Auðvitað er það bara helvítis paranója í Finnum að fylgjast með því sem viðgengst á "netinu",  á Facebook sem annars staðar; eftir að hafa upplifað fjöldamorð í skólum??

Halldór Halldórsson, 23.5.2010 kl. 23:32

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir þessar pælingar Pétur.

Alltaf svona frekar dapurlegir þessir karakterar eins og Halldór.

Já talandi um að leita sér hjálpar...

hilmar jónsson, 23.5.2010 kl. 23:33

10 Smámynd: Halldór Halldórsson

"áður en þú gerðir lítið úr forfeðrum þínum með skoðunum þínum sem engan veginn eiga við um þetta mál."

Þetta setti mig nú alveg af laginu????  Hvað er verið að fara hér?  Að gera lítið úr forfeðrum mínum?  Er verið að vísa til þess að afi minn á Akranesi hafi einu sinni verið stuðningsmaður Péturs Ottesen þingmanns Sjálfstæðismanna??  Höfundur heitir jú sama nafni?  Eru einhverjar ættarerjur á ferðinni???

Halldór Halldórsson, 23.5.2010 kl. 23:43

11 Smámynd: Halldór Halldórsson

Svo koma auðvitað misskilin "tónskáld" eins og Himar Jónsson og setja fram sína skoðun.  Kannski verð ég honum hvatning til semja lag um "dapurlegan karakter"??

Halldór Halldórsson, 23.5.2010 kl. 23:58

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú ert sennilega löngu búinn að semja það lag sjálfur Halldór. Ef þú leggur vel við hlustir á þinn innri mann,, heyrir þú eflaust enduróminn.

Ég heyri allavega viðlagið.. : Biturð og reiði..

hilmar jónsson, 24.5.2010 kl. 19:30

13 identicon

Þessir bloggarar sko...

Ragnheiður Traustadóttir (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pétur Ottesen

Höfundur

Pétur Ottesen
Pétur Ottesen
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband