29.8.2010 | 18:39
Kæru Reykvíkingar, skiptum um orkusala strax!
Þó að ekki sparist nema 92 krónur að meðaltali á mánuði við að skipta um orkusala, þá missir OR miklu meira en 92 krónur af hverjum þeim viðskiptavin sem færir sig.
Þetta er eina leiðin fyrir okkur Reykvíkinga til að sýna óánægju okkar með þessar hækkanir í verki og ekki síst hvernig OR er að reyna að þvinga okkur til að halda áfram viðskiptum við þá með því að hækka flutninginn á raforkunni til okkar langt umfram það sem þörf er á.
Það getur vel verið að nýjum herrum sé vorkunn og þeim finnist að þeir eigi stórt verkefni framundan sem sé ekki þeim að kenna, en hvað með það, þetta er heldur ekki okkur að kenna og við eigum nú þegar nóg með þær almennu hækkanir og kjaraskerðingar sem yfir okkur hafa dunið fram að þessu.
Þetta er valdníðsla af síðust sort og þessir menn ættu að skammast sín allir með tölu, skiptum um orkusala strax í þessari viku og sýnum þeim að saman erum við stór og sterk.
Samkeppniseftirlitið skoðar hækkanir OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pétur Ottesen
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sorglega við þetta allt saman að seðilgjald sem annar orkusali leggur á sinn reikning við hver mánaðmót er sennilega um 180 kr, þannig að beint tap við að skipta er 88 krónur.
Frank (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 20:25
Þetta er ekki svona einfalt mál. Ef þú skoðar verðþróunina þá hefur OR verið lægst oftast og það er því nánast gefið að hinir hækki líka. Þannig að til viðbótar við seðilgjaldstapið þá kemur svo hækkun hjá hinum, tja, kannski í nóvember.
Höfundur ókunnur, 29.8.2010 kl. 21:17
Síðasti meirihluti í borginni bannaði OR að hækka raforkuverðið í kjölfar kreppunar, síðan þá hafa allir aðrir aðilar hækkað sínar verðskrár (sumir oftar en einu sinni) til samræmis við verri afkomu og hækkandi skuldir, nema OR sem mátti það ekki. Svo OR er núna að framkvæma þær hækkanir sem von var á og aðrir búnir að framkvæma.
Ef hin fyrirtækin elta OR og hækka sínar verðskrár þá þarf Samkeppniseftirlitið að skoða það því að samkvæmt Ríkisstjórninni þá er efnahagslífið að batna og gengið að styrkjast og skuldatryggingarálagið hefur verið að minnka svo ef allt stenst þá á ekki að vera þörf á því að hækka aðrar gjaldskrár umfram það sem búið er.
Jóhannes H. Laxdal, 30.8.2010 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.