3mills á ári

Ja hérna, á dauða mínum átti ég nú frekar von en að Rauðbirkna frelsishetjan og málsvari láglaunafólksins í landinu þiggji svona bittlinga orðalaust.

Ég meina, þetta eru nú einu sinni að lágmarki 250þús. á mánuði..... MÁNUÐI.... Það er hægt að halda heilu heimili gangandi bara með þessum hluta launa hans, borga leigu gefa börnum að borða og allt, nei honum finnst þessir aurar betur komnir á hans reikningi, sjálfsagt tekið af sköttunum mínum ef ég man rétt. Og á ég bara ekki að vera glaður, hann er nú að bjarga landinu þá loksins hannn komst í stjórn og hækkaði nóg í launum til að missa bittlinginn, og rosalega stendur hann sig vel, svo sannarlega hverrar krónu virði. Langt síðan að jafn ferskir vindar hafa blásið um landsstjórnina og eftir yfirtökuna hjá honum.

Nei fyrirgefið mér kaldhæðnina, en svona er pólitíkin á Íslandi í dag.
Það bylur hæst í tómri tunnu, munum það á kjördag.


mbl.is Segir Steingrím búa í glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.. og tóma tunnan hlýtur að vera SjáfstæðisFLokkurinn og þar á meðal téður Birgir Ármannsson, það eru þeir sem blaðra mest þessa síðustu og verstu tíma.

Ásta B (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:38

2 identicon

Þett gildir ekki bara um Steingrím.

Ingibjörg Sólrún áður en hún varð ráðherra. 

Guðjón Arnar sem aldrei verður ráðherra.

Guðni Ágústsson eftir að hann hætti sem ráðherra

Valgerður meðna hún var formaður 

Bjarni Ben sem vonandi verðu ekki ráðherra

Öll þessi þiggja eða haf þegið álag á þigfararkaupið sem formenn án ráðherradóms og bara ekkert athugavert við það.

101 (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:44

3 identicon

Já Pétur þetta verum við að muna á kjördegi og ekki kjósa þessa vanhæfu flokka sem eru í framboði.

Við verðum að kjósa eitthvað nýtt samber XO 

Er það ekki málið út með alla þessa spilltu flokksgæðinga og fá okkur á þing?

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:53

4 Smámynd: Pétur Ottesen

Nei 101, kannski ekki, en hann kom að frumvarpinu á sínum tíma og fannst ekkert athugavert við það.

Síðan leggur hann sig í líma í ímyndamálum sínum að sannfæra áhangendur sína um að hann sé sko alvöru almúgi, éti skyr í annað hvert mál og hafragraut í hitt, sé í "second-hand" lopapeysu sem fékkst á góðu verði í Koló og þegar maður fari í betra pússið þá sé það nú ekki yngra en úr Herradeild PÓ, þannig að það fari nú ekkert á milli mála hvað maðurinn sé nú ráðdeildarsamur og á sami plani og við hin og þar af leiðandi svo afskaplega vel treystandi. Blandist svo með fornu málfari svo maður nái nú örugglega sveitavargnum á þá er þetta bara komið.

Og svo er bara ekkert að marka hvað hann segir, væri skárra að hafa bara Ragnar Reykás sjálfann þarna en ekki einhverjar annars flokks eftirlíkingar.

Pétur Ottesen, 16.4.2009 kl. 23:56

5 identicon

Skoðum hverjir samþykktu frumvarpið.

Þessar heimildir eru frá Alþingi

101 (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:59

6 Smámynd: Rúnar Ólason

En enginn af þeim var að byrja á sandkassaleik á borgarafundinum nú í kvöld. Í þessari frétt er einfaldlega verið að benda á að hann ætti ekki að vera að dæma eða eins og segir í biblíunni ,,sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum" undir engum kringumstæðum er það Steingrímur J. Sigfússon

Rúnar Ólason, 16.4.2009 kl. 23:59

7 Smámynd: Pétur Ottesen

Já Mr;Magoo, vona að ykkur gangi sem allra best, þarf klárlega að hrista aðeins upp í liðinu og ef ykkur gengur vel þess meiri ástæða fyrir gömlu flokkana að skoða úr hverju þeir voru búnir til í upphafi.

Vona svo sannarlega að Baddi komist inn á þing, þar er maður sem getur rifið kjaft og meinað það.

Pétur Ottesen, 17.4.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pétur Ottesen

Höfundur

Pétur Ottesen
Pétur Ottesen
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband