Sjálfhverfir bretar enn á ný

Auðvitað er spennandi fyrir breska jarðvísindamenn að fá tækifæri til að rannsaka hegðan eldgosa í norðri, en við íslendingar skulum ekki efast um að ástæða áhugans er vegna ótta þeirra um áhrif í Englandi og Evrópu en ekki hér á landi.

Við eigum ekki að hleypa neinum gosum hingað heim í ókeypis starfskynningu, frekar að safna upplýsingum og reynslu hér innanlands og selja svo kvikindunum spár í áskrift um ókomin ár fyrir fúlgur fjár.

Af hverju ættum við að hjálpa þeim sem líta á okkur sem vörtu á andliti heimsins og gera ekki annað en reyna að kroppa okkur af.

Nei það er komin tími til að standa saman hér á þessu skeri og hætta að haga sér eins og hreppsómagi í samfélagi þjóða í bónferð eftir ölmusu.

Koma svo, kveikja á næsta gosi til að sýna þeim að okkur er alvara.


mbl.is Bretar taki þátt í rannsóknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Örn Guðmundsson

Þetta er rétt hjá þér, við eigum að setja þessa mæla upp og selja þeim upplýsingarnar úr þessu á háu verði.

Viljum enga breta hingað.

Svavar Örn Guðmundsson, 16.5.2010 kl. 09:58

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar næsta gos byrjar munið þið vera þakklátir fyrir að við stöndum ekki ein á þessum hnetti!

Sigurður Haraldsson, 16.5.2010 kl. 10:25

3 Smámynd: Pétur Ottesen

Hvaða andskotans dómsdags spá er þetta Sigurður, heldur þú að það hafi aldrei gosið áður?

Þetta er nú dáldið eins og að vita ekki hvernig börnin verða til.

Og það er nú heldur ekki verið að tala um að útiloka sig úr samfélagi þóða með því að standa vörð um sitt.

Pétur Ottesen, 16.5.2010 kl. 11:12

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Eigum við að vera þakklát fyrir að Bretar búa a þessum hnetti? Einkennileg sjálfspíningarleg afstaða...

Guðmundur St Ragnarsson, 16.5.2010 kl. 12:40

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Pétur ég er ekki að spá dómsdag aðeins tala um það sem kemur yfir okkur á næstunniog jafnframt að fólk mun hugsa til okkar þegar neyðin er hæst.

Sigurður Haraldsson, 16.5.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pétur Ottesen

Höfundur

Pétur Ottesen
Pétur Ottesen
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband